Ákærður fyrir að ráðast á fótboltadómara
Spánverji á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að kýla fótboltadómara í höfuðið á fótboltamótinu Norway Cup, sem haldið er í Ósló, í morgun. Vitni að atvikinu segja dómarann hafa misst meðvitund við höfuðhöggið.Dómarinn, karlmaður á sextugsaldri, var fluttur á sjúkrahús og telur lögreglan að meiðsli hans geti verið alvarleg. Árásarmaðurinn, sem er stuðningsmaður spænska liðsins CF Sant Cebria, flúði af vettvangi en sneri svo aftur og er nú í haldi lögreglu.Þrjú norsk fótboltalið, þar á meðal Fløy Flekkerøy og Os Turnforening, neita að mæta Sant Cebria á vellinum vegna atviksins. Mótanefnd Norway Cup ákvað í dag að vísa liðinu þó ekki úr keppni.Kim André Smedegård, aðstoðarþjálfari liðs Os Turnforening, segir ákvörðunina um að spila ekki gegn Sant Cebria meðal annars vera