Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hvörf Þorsteins Kára

Þorsteinn Kári Guðmundsson er tónlistarmaður, lagahöfundur og framleiðandi frá Akureyri sem blandar saman raftónlist og indie. Hann hefur sent frá sér tvær sólóplötur, Eyland sem kom út 2019 og Hvörf sem er nýkomin út og er plata vikunnar á Rás 2 að þessu sinni.Þorsteinn Kári gerði plötuna Hvörf á erfiðum tíma í lífi sínu þegar konan hans fékk brjóstakrabbamein og gekkst undir tvöfalt brjóstnám. Platan varð til fyrir tilviljun en þessir atburðir opnuðu fljóðgátt hjá Þorsteini Kára sem nýtti tónlistina til að takast á við breytt ástand eins og titill plötunnar Hvörf endurspeglar.Hvörf er að mestu tekin upp á Akureyri. Þorsteinn Kári stjórnaði upptökum og platan kemur út hjá MBS Skífum á Akureyri. Þorsteinn Kári kom í hljóðstofu til Margrétar Erlu Maack og ræddi plötuna Hvörf.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta