Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Pólverjar virkja herþotur til að verja lofthelgi sína eftir árás Rússa í Úkraínu

Pólski herinn virkjaði herþotur í nótt til þess að verja lofthelgi landsins. Það var gert eftir eldflaugaárás Rússa á Úkraínu. Frá þessu greinir NRK.Í tilkynningu frá yfirstjórn pólska hersins á samfélagsmiðlinum X segir að til þess að tryggja öryggi lofthelgi landsins eftir árásir Rússa hafi yfirstjórn hersins virkjað öll viðeigandi úrræði. Herþotur Pólverja og tiltækar herþotur bandalagsríkja hafi tekið á loft og loftvarnarkerfi á jörðu niðri sett í hæstu viðbragðsstöðu.Þar segir að gripið hafi verið til þessara aðgerða í fyrirbyggjandi tilgangi. Þeim hafi verið ætlað að vernda lofthelgi landsins og borgara þess, sérstaklega þá sem búa á svæðum nærri úkraínsku landamærunum. Herinn segist fylgjast náið með stöðunni og sé tilbúinn til þess að bregðast við ef þess þarf.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta