Lögreglan hafði afskipti af fimm veitingastöðum vegna útiveitingaleyfis. Einn staðurinn var án leyfis og fjórir þeirra höfðu farið langt fram yfir opnunartíma útgefins leyfis. Til skoðunar er hjá lögreglu að beita viðurlögum vegna þessa.Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Alls rötuðu 83 mál á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sjö voru vistaðir í fangaklefa í morgunsárið.Við hús eitt í miðborginni tóku lögreglumenn eftir því að íslenska þjóðfánanum var flaggað eftir miðnætti. Það er brot á fánalögum. Lögregluþjónar náðu ekki í neinn vegna fánans og þeir gripu því til þess ráðs að taka hann niður sjálfir.Einn var handtekinn í miðborginni vegna gruns um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Sá var vi