Matcha-æði hefur gripið fólk um heim allan. Á samfélagsmiðlum deila áhrifavaldar myndum af græna teinu og deila ráðum um hvar eigi að kaupa það eða hvernig megi hella upp á það heimavið.BBC greinir frá því að framleiðsla á matcha tei hafi þrefaldast á milli 2010 og 2023, samkvæmt landbúnaðarráðuneyti Japans, og útflutningur jókst um 25% á síðasta ári, eða um 30,2 milljarða íslenskra króna.Drykkurinn hefur skotið upp kollinum hjá kaffihúsakeðjum á borð við Starbucks og Te og kaffi en hann á rætur að rekja til Japan.Matcha þýðir teduft á japönsku, en drykkurinn er búinn til úr telaufum sem eru mulin í grænt duft sem er hrært saman við vatn með þar til gerðum áhöldum. Matcha er koffín-drykkur og er búinn til úr allri teplöntunni, ekki einungis seyðinu eins og hefðbundið te.Eftirspurn hefur au