Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Norskir framleiðendur uggandi vegna tolla

Norskir framleiðendur kísiljárns óttast skaðleg áhrif af fyrirhuguðum verndartollum Evrópusambandsins. Að óbreyttu taka tollarnir gildi eftir rúmar þrjár vikur.Evrópusambandið tilkynnti íslenskum og norskum stjórnvöldum á fimmtudaginn að lágmarksverð, og tollar á verð umfram lágmarksverð, verða sett á kísiljárn og tengdar vörur. Hérlendis hefur þessi aðgerð fyrst og fremst áhrif á starfsemi járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga en áhrifin eru öllu meiri í Noregi og norsk stjórnvöld, rétt eins og íslensk, búa sig undir að taka til varna. Enn er um tillögu að ræða og hefur Evrópusambandið ekki tekið formlega ákvörðun, en verði af aðgerðunum taka þær gildi 19. ágúst og vara í tvö hundruð daga til að byrja með.Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins er haft eftir utanríkisráðherranum Espen Bart

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta