Snemma árs 2022 gerðu íslenska ríkið, Borgarbyggð og Háskólinn á Bifröst með sér samkomulag um opnun og rekstur móttökustöðvar flóttafólks í húsnæði skólans á Bifröst við Hreðavatn í Norðurárdal. Það hafði þá staðið meira og minna autt um nokkurn tíma, enda búið að flytja starfsemi skólans annað þótt nafnið héldist óbreytt.Móttökustöðin á Bifröst var upphaflega hugsuð sem skammtímalausn, aðstaða til að taka á móti þeim fjölda fólks sem leitaði hingað eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu og hýsa það uns heppilegra húsnæði fyndist. Fólki var því aðeins úthlutað húsnæði til þriggja mánaða í senn. Borgarbyggð samþykkti að veita flóttafólkinu félagsþjónustu gegn endurgreiðslu ríkisins á útlögðum kostnaði. Framan af bjuggu að jafnaði 120 - 150 flóttamenn á Bifröst í þrjá til fjóra mánuði hver, e