Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hiti allt að 18 stig þegar best lætur

Dálítil lægð liggur út af Norðurlandi og frá henni liggur lægðardrag yfir vestanvert landið og rignir dálítið úr því. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands verða vindar fremur hægir framan af degi, en gengur síðan í norðvestanstrekking með vesturströndinni.Skýjað með köflum austantil, en skúrir eftir hádegi, jafnvel dembur seinnipartinn. Hiti kringum 10 stig fyrir norðan, en að 18 stigum suðaustantil þegar best lætur.Á morgun er komin hægfara lægð fyrir austan land og norðvestlæg átt því ríkjandi, sums staðar kaldi eða strekkingur á annesjum. Rignir norðanlands og fremur svalt í veðri, en bjart með öflum syðra og hlýtt í veðri. Lægir víða og rofar til annað kvöld, þegar dálítill hæðarhryggur kemur inn yfir landið.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta