Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Gasmengunar gæti orðið vart víða á Suðurlandi

Frá eldgosinu á Reykjanesskaga sem hófst þann 16. júlí.RÚV / Guðmundur Bergkvist Virkni í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að enn gjósi úr einum gíg. Hraun úr honum rennur til austurs og suðausturs og dreifir sér á hraunbreiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum. Lítil hreyfing er á ystu hraunjöðrunum en hraunið hefur teygt sig örlítið til norðurs og suðurs.Vindáttin verður vestlæg í dag og síðar norðvestlæg. Gasmengun berst því til austurs og suðausturs. Hennar gæti því orðið vart víða á Suðurlandi en síður á höfuðborgarsvæðinu. Lítil sem engin gosmóða mældist á landinu í nótt.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta