Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hæstiréttur Frakklands ógildir handtökutilskipun á hendur Assad

Hæstiréttur Frakklands, Cour de cassation, hefur ógilt handtökuskipun á hendur Bashar al-Assad, fyrrum forseta Sýrlands. Handtökuskipunin hafði verið gefin út vegna hlutdeildar Assads í stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem framdir voru á meðan borgarastríð geisaði í landinu.Rétturinn lýsti því yfir að handtökuskipunin væri ógild samkvæmt alþjóðalögum, því þau veittu þjóðarleiðtogum friðhelgi gegn ákærum fyrir erlendum dómstólum meðan á embættistíð stendur.Dómarar réttarins sögðu engar undantekningar vera á þessu. Aftur á móti væri hægt að gefa út nýja handtökutilskipun á hendur Assads, þar sem hann er ekki lengur þjóðarleiðtogi. HEFUR DVALIÐ Í RÚSSLANDI FRÁ ÞVÍ HONUM VAR STEYPT AF STÓLI Bashar al-Assad var steypt af stóli í desember síðastliðnum, eftir nærri aldarfjórðungs valdatíð.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta