Útlit er fyrir að samkomulag um fyrirhugaða tollahækkun Bandaríkjanna á Evrópusambandið sé handan við hornið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti á samfélagsmiðlinum X að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta um helgina.„Eftir gott símtal við Bandaríkjaforseta höfum við ákveðið að hittast í Skotlandi á sunnudag til þess að ræða viðskiptatengsl og hvernig við getum viðhaldið styrkleika þeirra,“ sagði í færslu Von der Leyen.Trump hefur heitið miklum tollahækkunum á tugi ríkja um mánaðamótin. Tilgangur þeirra er að þrýsta á um viðskiptasamninga.Evrópusambandið stendur að óbreyttu frammi fyrir 30% tolli á innflutning til Bandaríkjanna. Von der Leyen hefur gagnrýnt boðaða tolla Trumps á innflutning frá Evrópu. Hún hefur sagt ESB vinna að samningum ti