Starmer, Macron og Merz: Mannúðarhörmungarnar á Gaza verður að stöðva strax
Nærri þriðjungur íbúa Gaza hefur ekki borðað dögum saman og 90 þúsund þjást af alvarlegum næringarskorti. Í yfirlýsingu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (e. World Food Programme) segir að örvænting Palestínumanna sé að ná nýjum hæðum. 122 hafa látist úr hungri, þar af 9 síðasta sólarhringinn. 83 börn eru meðal hinna látnu.Ísraelsk stjórnvöld hafa í dag viðrað hugmyndir um að leyfa öðrum ríkjum að varpa hjálpargögnum í fallhlífum til íbúa Gaza-strandarinnar.Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands gefa lítið fyrir þær hugmyndir og segja að mannúðarhörmungunum á Gaza verði að ljúka þegar í stað.Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, skora á ísraelsk stjórnvöld að aflétta tafarlaust takmörkunum á innflutnin