Ekki var hægt að hefja flugtak frá Keflavíkurflugvelli í um 90 mínútur vegna bilunar í búnaði flugstjórnar í Reykjavík.Fréttastofu barst ábending um bilunina sem olli nokkrum töfum, en samkvæmt upplýsingum frá Isavia lauk viðgerðinni um fjögurleytið. Flugstjórnin í Reykjavík sér um efra loftrými yfir landinu og á meðan verið er að laga kerfið geta engar flugvélar farið í loftið.Bilunin hindraði ekki komur til landsins.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að viðgerð lauk.