Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson er látinn, á 79. aldursári. Þetta segir dóttir hans í færslu á Facebook í morgun. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu.Gylfi var einn afkastamesti og vinsælasti lagahöfundur landsins um árabil. Samkvæmt færslu á vefnum Glatkistunni var lagið Í sól og sumaryl frá árinu 1972 fyrsta lagið eftir hann sem var gefið út. Síðar gaf hann út sígild dægurlög á borð við Minning um mann og Sjúddirarirei að ógleymdu Stolt siglir fleyið mitt með Áhöfninni á Halastjörnunni.Hann gaf út tónlist fram til ársins 2009.