Viðvörun er enn í gildi vegna gasmengunar en íbúum þar sem loftgæði mælast góð eða mjög góð er óhætt að opna glugga og lofta út í dag, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.Loftgæði mælast víða meiri en síðustu daga og höfnin á Akureyri er eini staðurinn þar sem loftgæði mælast nú óholl. Þegar þetta er skrifað mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði og Hveragerði og aðeins sæmileg í Njarðvík, Vogum og í einum mæli í Hafnarfirði.Hægt er að fylgjast með loftgæðamælingum á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is. Þar er einnig að finna töflu með upplýsingum um viðbrögð við loftmengun. FREMUR HAGSTÆÐ VINDSKILYRÐI OG RIGNINGIN HJÁLPAR Í dag er norðlæg átt, 3 til 8 metrar á sekúndu, á suðvesturhluta landsins sem ætti að hreyfa við gosmóðunni suðvestanlands. Gasmengun frá eldgosinu við Sund