Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Einn fluttur á HSU eftir árekstur á Suðurlandsvegi

Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi skammt frá gatnamótunum að Rangárvallavegi skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands með minni háttar áverka að sögn Magnúsar Ragnarssonar, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Veginum var lokað um tíma en búið er að opna aftur fyrir umferð.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta