Mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mæla nú hærri gildi bennisteinsdíoxíðs og er um að ræða hæstu gildi sem mælst hafa á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga.Auk gasmengunarinnar liggur enn gosmóða yfir borginni. Loftmengun frá eldgosum kemur einkum fram á tvo vegu; sem gasmengun vegna brennisteinsdíoxíðs sem berst upp með kvikunni eða sem gosmóða eða blámóða sem myndast þegar brennisteinsdíoxíðgas hvarfast við raka og súrefni og breytist í fínkornaðar súlfatagnir.Þar sem bæði gosmóða og gasmengun liggja yfir borginni mælir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur með að takmarka útiveru og sérstaklega áreynslu utandyra.Við þennan styrk brennisteinsdíoxíðs geta viðkvæmir einstaklingar farið að hósta og finna fyrir ertingu í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar geta fun