Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Arfleifð Mein Kampf endurómar í nútímasamfélagi öld eftir útgáfu

Á þessum degi árið 1925, fyrir 100 árum, kom stefnuyfirlýsing Adolfs Hitlers, Mein Kampf, fyrst út. Bókin er torlesin en arfleifð hugmyndafræðinnar og áróðurins sem finna má í bókinni endurómar enn í samfélagi nútímans.Mein Kampf, sem á íslensku hefur verið nefnd Baráttan mín, er ritverk eftir Adolf Hitler, einræðisherra Þýskalands nasismans og foringi Nasistaflokksins. Í henni tvinnar Hitler saman sjálfsævisögulegum staðreyndum og hugmyndafræði sinni um nasismann í eins konar stefnulýsingu.Hitler skrifaði bókina á meðan hann sat í fangelsi í Landsberg í Bæjaralandi árið 1924, en þangað var hann sendur vegna þátttöku sinnar í bjórkallarauppreisninni árið áður. FYRIRBOÐI AÐ HELFÖRINNI Hatursáróður Hitlers gegn gyðingum í Mein Kampf er talinn fyrirboði að helförinni. Um sex milljónir gyði

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta