Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Segir líkur á að geta keypt sér fyrstu eign þær sömu og rétt eftir hrun

Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar gefur dökka mynd af íslenskum fasteignamarkaði. Már Wolfgang Mixa, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ og sérfræðingur á sviði húsnæðismála, segir að jafnvel þótt fólk nái að leggja fyrir þá hækki fasteignaverð hraðar.Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS standast allt að 80% einstaklinga ekki greiðslumat fyrir nýrri íbúð á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé. Már segir það ekki koma á óvart.Í grein sem hann birti ásamt Kristínu Erlu Tryggvadóttur um stöðu leigjenda hér á landi og var birt í fyrra sýndi að það væri álíka erfitt í dag að safna sér fyrir útborgun á íbúð og árið 2011. „Þegar allt var hér í tómu svartnætti í kjölfar hrunsins,“ segir Már.Hann segir húsnæðismálin brenna á vörum yngri kynslóðarinnar. Jafnvel þó þau hafi aukinn k

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta