Gosmóða mælist nú á stórum hluta landsins og þar á meðal í höfuðborginni. Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins á Reykjanesskaga frá því í gær en þó er búist við áframhaldandi gasmengun um helgina.Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir gildi hafa hækkað á mælum á höfuðborgarsvæðinu. Þá séu loftgæði enn slæm í Njarðvík og Sandgerði.„Það væri gott að fa ágæta lægð með rigningu og vindi til að blása þessu í burtu og rigna þessu niður, en það er ekkert í kortunum, þannig við vonum bara að gosið hætti,“ segir Björn.Loftmengun frá eldgosum kemur einkum fram á tvo vegu; sem gasmengun vegna brennisteinsdíoxíðs sem berst upp með kvikunni eða sem gosmóða eða blámóða sem myndast þegar brennisteinsdíoxíðgas hvarfast við raka og súrefni og breytist í fínkornaðar súlfat