Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Grátrana sást í Gunnarsholti

Grátrana sást við Gunnarsholt í Rangárþingi ytra í dag. Grátrönur eru sjaldséðir flækingsfuglar og vekja því athygli þegar til þeirra sést hér á landi.Grátrönur eru háfættar, gráar á litinn, með svartan og hvítan háls. Fuglinn er um 110-120 sentimetrar á hæð og með vænghaf allt að 245 sentimetra.Þær verpa á norðurhveli jarðar, Skandinavíu og Rússlandi, en dvelja á veturna í Afríku. Þær koma oftast sem flækingar á vorin.Staðfest er að grátrönur hafi á undanförnum árum verpt hér á Austurlandi og komið þar upp ungum. Sjaldgæft er að sjáist til Grátrana á Suðurlandi.Haustið 2019 sást til fjögurra fullorðinna fugla sem væntanlega voru að undirbúa flug til vetrarstöðva sem líklegast eru á Spáni eða norðurhluta Afríku. Nokkrum árum áður sást til unga á Héraði og haustið 2018 náðst mynd af grátrön

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta