Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fyrirskipa fyrrverandi Brasilíuforseta að bera ökklaband til eftirlits

Lögreglan í Brasilíu réðst inn á heimili Jair Bolsonaro, fyrrverandi Brasilíuforseta, leitaði í eignum hans og fyrirskipaði forsetanum að bera ökklaband til að vera undir rafrænu eftirliti.Ástæða þessa eru áhyggjur af að Bolsonaro myndi flýja land meðan réttarhöld standa yfir vegna meintrar valdaránstilraunar eftir ósigur í forsetakosningunum 2022. Þá var honum bannað að tala við erlenda embættismenn og nota samfélagsmiðla.Fyrir utan lögreglustöð í Brasilíu í morgun kallaði Bolsonaro ökklabandið algera niðurlægingu. Hann hefði aldrei ætlað sér að yfirgefa Brasilíu.Bolsonaro er sagður hafa staðið að baki ráðabruggi til að koma í veg fyrir staðfestingu á kjöri Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi leiðtogi Brasilíu er sakaður um valdaránstilraun

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta