Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ísland tekur þátt í refsiaðgerðum gegn rússneskum útgerðarfyrirtækjum

Ísland tekur þátt í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi, rétt eins og Noregur og Evrópusambandið. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið í svari við fyrirspurn fréttastofu.Refsiaðgerðirnar beinast einkum gegn útgerðarfyrirtækjunum Norebo JSC og Murman Seafood. Siglingaleiðir fyrirtækjanna eru í grennd við landhelgi Íslands, suður og norðaustur af landinu.Aðgerðirnar eru hluti af nýjasta pakka refsiaðgerða Evrópusambandins, skuggaflotanum svokallaða, sem innleiddur var í maí. Aðgerðirnar beinast gegn skipaflota Rússa með duldu eignarhaldi í þeim tilgangi að komast hjá viðskiptaþvingunum. Eignir fyrirtækjanna hafa verið frystar og skipum þeirra meinaður aðgangur að norskum og íslenskum höfnum.Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, segir fyrirtækin sinna eftirliti fyrir rússnesk stjórnvöld

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta