Einn sakborninga í rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi var sendur til Albaníu í morgun. Þetta staðfestir Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins.Tveir hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánaðamóta. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um þann þriðja að sögn Eyþórs, það verður gert í næstu viku.Málið snýr að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu og hófst með húsleit á Raufarhöfn í júní. Að sögn lögreglu beinist rannsóknin bæði að innlendum og erlendum brotamönnum.