Formaður Neytendasamtakanna segir að ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýni hversu fáir komast í gegnum nálarauga fjármögnunar á húsnæðismarkaði.Í skýrslunni kemur fram að íbúðaverð hafi hækkað um 4,7% á síðustu tólf mánuðum. Nýjum íbúðum á sölu fjölgar en lítið er keypt af þeim. Þá standist allt að 80% einstaklinga ekki greiðslumat fyrir nýrri íbúð á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé.Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir skýrsluna varpa ljósi á það ástand sem sé ríkjandi hér á landi og sé til marks um háan fjármagnskostnað.„Það sem stingur helst í augu er náttúrlega hversu fáir komast í gegnum nálarauga fjármögnunar á íbúðum sem sýnir hvað fjármögnunarkostnaður á Íslandi er ótrúlega hár. Það er alveg galið að aðeins örfáir útvaldir komist í gegnum fjármögnu