Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að heimsókn framkvæmdastjóra Evrópusambandsins sé grundvallarstefnubreyting í utanríkisstefnu þjóðarinnar. Heimsóknin sé liður í ætlun ríkisstjórnarinnar að ganga í ESB. „GERA ÞARF SKÝRAN GREINAMUN Á SAMSTARFI OG YFIRRÁÐUM“ „Ég held að það sé alveg ljóst að heimsókn Úrsúlu Von der Leyen er ekki bara kurteisisheimsókn. Ég held að þarna hafi forystumenn ríkisstjórnarinnar verið með pólitíska yfirlýsingu, haldin á táknrænum tíma,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hún segist fagna því þegar alþjóðlegir leiðtogar sæki landið heim. Það sé mikilvægt að Ísland taki virkan þátt í alþjóðasamstarfi og samtali við önnur ríki og alþjóðastofnanir um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En gera þurfi skýran greinarmun á sam