Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið vegna lokana í bænum og hafa rætt við lögmann. Fyrirtækjaeigandi segir að annaðhvort standi stjórnvöld við sín orð og kaupi út fyrirtækin, eða reyni að lágmarka tjón vegna lokana. MUNAR UM HVERN DAG SEM ER LOKAÐ Grindavík var rýmd aðfaranótt miðvikudags þegar eldgos hófst. Á miðvikudagskvöld um tíuleytið var Bláa lónið opnað og Grindavík opnuð íbúum. Í gærkvöld var bærinn opnaður almenningi. Fyrirtæki í bænum, flest í ferðaþjónustu eða veitingarekstri, tapa á lokunum og það munar um hvern dag.Jakob Sigurðsson á ferðaþjónustufyrirtæki í bænum, með gistingu og fjórhjólaferðir. Hann segir að bara síðustu daga nemi tap vegna gistingarinnar á aðra milljón. Tapið af öllum lokununum síðustu ár sé mjög mikið.