Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Staðsetning göngustígs við Árskóga átti ekki að koma á óvart

Mikið hefur gengið á í Árskógum í Breiðholti að undanförnu vegna óánægju íbúa með skipulagsmál. Íbúum við Árskóga 1 og 3 brá í brún þegar framkvæmdir hófust við gerð göngustígs sem liggur þétt við heimili þeirra. Íbúi sagði í kvöldfréttum á þriðjudag að hann gæti vart sofið vegna málsins. Óboðlegt sé að útsýnið út um stofugluggann sé flennistór steyptur veggur og ljósastaurar sem lýsi inn um gluggana.Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir stíginn hafa verið á skipulagi síðan 2009 og að Félag eldri borgara hafi sótt um stækkun á húsinu að endimörkum byggingarreitsins eftir það.„Það lá alltaf fyrir að það kæmi þarna stígur sem er í grunninn aðgengi neyðarbíla vegna þess að hinumegin við húsið er bílakjallari og hann ber ekki slökkviliðsbíla.“ HUGSANLEGA MISTÖ

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta