Tollastríð, erfiðleikar á alþjóðamörkuðum og innflutningur á ódýrum kísilmálmi, eru sagðar helstu ástæður þess að rekstur kísilverksmiðju PCC er stöðvaður. „FRAMLEIÐSLAN MUN STÖÐVAST Í KRINGUM 20. JÚLÍ“ „Framleiðslan mun stöðvast í kringum tuttugasta júlí, á sunnudag. Það er dagsetningin sem við erum að vinna út frá í dag,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC Bakki Silicon.Hann segir mörg viðhalds- og umbótaverkefni framundan svo verksmiðjan verði tilbúin í rekstur á ný. Áfram verði svo rætt við fjölda samstarfsaðila PCC. „Ekki síst Húsavík og nærsamfélagið. En líka þessa stóru hlutaðeigandi aðila eins og Landsvirkjun, Landsnet og stjórnvöld þá líka sem eru að vinna fyrir okkur að hinum ýmsu málum.“ STARFSMENN SEM HAFI VERIÐ HVE LENGST VILJI BÚA ÁFRAM Á HÚSAVÍK Ríflega 40 man