Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Kolviður fær leyfi til að rækta skóg í Lundarreykjadal

Kolviður fékk í dag leyfi til að rækta skóg á 144,8 hekturum lands við Iðunnarstaði í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Yfirlýst markmið skógræktarinnar er að binda kolefni í gróðri og hindra jarðvegseyðingu.Á skógræktarsvæðinu er gert ráð fyrir að gróðursetja tæplega 370 þúsund trjáplöntur næstu fimm árin. Stærstur hluti þeirra eða rúmlega 240.000 plöntur verða stafafura. Innan hins ræktaða skógar verða göngu- og reiðleiðir.Í umsókn um framkvæmdaleyfi kemur fram að „samkvæmt gróðurkortlagningu Náttúrufræðistofnunar Íslands er svæðið mólendi og votlendi.“ Einkennandi gróður er mosaþemba og lyngmói.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta