Svör spjallmennisins Grok, sem er í eigu gervigreindarfyrirtækis Elons Musks, við fyrirspurnum notenda vöktu furðu og jafnvel hrylling almennings vegna þess hversu yfirgengileg svör þess voru. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, segir í samtali við mbl.is að Grok sé ekki einsdæmi, og að það sé nú í höndum mannkyns að ákveða hvernig við viljum tækla áskoranir gervigreindar.