Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Falsaðar OxyContin-töflur innihalda ekkert oxýkódon heldur blöndu annarra efna

Lyfjastofnun varar við fölsuðum OxyContin töflum í umferð sem ekki innihalda oxýkódon heldur blöndu annarra efna.Í tilkynningu frá Lyfjastofnun segir að rannsóknarstofu lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands hafi nýlega borist til greiningar töflur sem líktust mjög lyfinu OxyContin 80 mg töflum í útliti.Við efnagreiningu hafi komið í ljós að töflurnar innihéldu ekkert oxýkódon, sem er virka efnið í OxyContin, heldur parasetamól, koffín, kódein, klónazepam, bíperíden og ketórólak.„Efnin sem greind hafa verið í fölsuðu töflunum eru sum hver notuð í lyfjum sem gefin eru við miklum verkjum, önnur við Parkinsonsveiki, enn önnur við flogaveiki. Ekki er ljóst hver samverkan efnanna í fölsuðu töflunum gæti orðið, áhrifin gætu orðið ófyrirsjáanleg og valdið alvarlegum heilsufarsáhrifum,“ segi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta