Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Innviðir ekki í hættu

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhnika, segir að miðað við ganginn í eldgosinu núna sé stærðin á því undir meðallagi.Hraun renni til sitthvorrar áttar frá sprungunum en það renni aðallega í átt að Fagradalsfjalli til austurs og því fjarri innviðum. Ekkert sé því í hættu á þessum slóðum.„Það getur auðvitað alltaf breyst en gangurinn hefur verið þannig að lengingin hefur verið helst til norðurs og við erum að tala um eitthvað nokkuð hundruð metra, við höfum ekki séð neinar stórar breytingar í hraunflæðinu - þannig það kæmi mjög á óvart ef að það yrðu einhverjar stærri breytingar,“ sagði Kristín í hádegisfréttum útvarps.Hún segir að miðað við líkönin sem hafi verið keyrð sé ólíklegt að þetta gos hafi áhrif á innviði eins og staðan sé núna og næstu daga.Hún segi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta