Fyrir liggur að fyrsta íslenska þjóðaróperan verður að veruleika eftir að frumvarp um breytingu á sviðslistalögum varð að lögum um helgina. Landsmenn eru þó engir nýgræðingar í listgreininni og meira en 70 ár eru liðin frá því fyrstu óperusýningarnar voru settar upp á Íslandi. Aðdragandi stofnunarinnar hefur því verið nokkuð langur.Þórunn Sigurðardóttir, formaður undirbúningsnefndar um óperuna, sagði frá fyrirkomulaginu í Tengivagninum á Rás 1. Hún var bjartsýn á að samkomulag myndi nást þrátt fyrir strembið vor og hátt flækjustig og telur Alþingi hafa virkað vel í þessu tilfelli. „Minnihlutaflokkarnir gerðu líka sitt því það þurfti að hleypa þessu í gegn. Þó að það séu ekki allir að greiða þessu atkvæði þá þurfti samt ákveðið samkomulag og við erum mjög þakklát fyrir að það tókst.“Auk Þór