Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Eldglæringar á himni við Bjarkalund

Mikið þrumuveður var á Vestfjörðum í morgun og nokkrar rafmagnslínur Landsnets dutu út. Orkukerfi Vestfjarða var keyrt á varaafli svo rafmagnsnotendur ættu ekki að verða fyrir neinum áhrifum. Starfsfólk Landsnets var á leiðinni á staðinn til að meta aðstæður og næstu viðbrögð. Samkvæmt vef Veðurstofunnar mældust meira en 450 eldingar yfir norðvesturhluta landsins í morgun.Fréttastofa fékk meðfylgjandi myndskeið frá Laurutis Kipras sem var staddur í nágrenni við Hótel Bjarkalund í Reykhólasveit.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta