Ísland undirritaði viljayfirlýsingu við Evrópusambandið (ESB) um aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegi. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd og Costas Kadis sjávarútvegsstjóri ESB skrifaði undir fyrir hönd sambandsins.