Frá 75 krónum upp í 115 fást fyrir kílóið af makríl sem landað er hér á landi, sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í viðtali í Morgunglugganum í morgun. Í Færeyjum fást hins vegar 230-240 krónur fyrir kílóið.„Þetta er bara allt of mikill munur sko hjá okkur, okkur er í óhag,“ segir Valmundur. Sjómenn hafi lengi kallað eftir skýringum á verðmuninum milli Íslands og Færeyja. Hann segir ólíklegt að verðmunurinn eigi rætur í því að Færeyingar hafi aðgang að Rússlandsmarkaði enda sé það ekki best borgandi markaðurinn. Hann bendir á að helsti munurinn felist í því að í Færeyjum séu þetta viðskipti milli ótengdra aðila en hér leggi skipin upp hjá eigendum sínum.Samkvæmt kjarasamningum fá sjómenn í sinn hlut um þriðjung þess sem kemur inn fyrir aflann þegar búið er að v