Maður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dómi sem féll 11. júlí síðastliðinn. Þrátt fyrir trúverðugan framburð brotaþola og mikla áverka þótti ekki hægt að sanna að sá ákærði hefði haft þann ásetning að nauðga henni. Atvik málsins má rekja til sumarbústaðarferðar sem brotaþoli fór í ásamt vinum sínum til að fagna afmæli sínu í...