Önnur sprunga hefur opnast á Sundhnúkagígaröðinni og er hún 500 metra löng. Fyrri sprungan, sem byrjaði að gjósa úr um klukkan 4 í nótt er orðin 2,4 kílómetrar að lengd. Þetta kom fram í könnunarflugi Landhelgisgæslunnar og Veðurstofunnar fyrir skömmu.