Tilkynnt var um bikblæðingar á vegum um nánast allt land í gær og búast má við að þær haldi áfram í dag. Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni segir að landsmenn sjái aukið fjármagn skila sér í vegabótum á næstu vikum.Ástand á vegum vegna hlýinda er einna verst á Norðausturlandi en einnig eru bikblæðingar á Austurlandi, Vesturlandi og á Suðurlandi. Dæmi eru um að bílar hafi skemmst í fyrri bikblæðingum en Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segir engin alvarleg atvik hafa komið upp að þessu sinni. Ökumenn eru beðnir að aka varlega og virða merkingar.„Það er fyrst og fremst þegar þeir koma að svona svæðum að draga úr hraðanum, ég held það sé algjörlega lykilatriði. Og ef ekki er búið að merkja að láta okkur vita, hringja í 1777,“ segir Bergþóra.Vegagerðin he