Gestir sem leigðu gistiaðstöðu á Útnyrðingsstöðum á Völlum á Héraði hugðust elda sér hvalkjöt en keyptu kæstan hákarl og steiktu á pönnu með hvítlauk. Upp gaus stæk lykt sem festist í híbýlunum.Stefán Sveinsson á Útnyrðingsstöðum segir að nú, þremur vikum síðar, sé lyktin loks að hverfa – það sé góðu veðri að þakka og að allt hafi verið opið. Öllum ráðum til að eyða lyktinn hafi verið beitt og allt þrifið hátt og lágt.Fólkið hafi tekið þetta nærri sér og fengið tiltal frá öðrum gestum hússins. Þungt hafi verið yfir næstu hópum vegna ólyktar.Hákarlsrétturinn hafi endað úti í buska og enginn smakkað á honum nema hundurinn - sem hafi verið andfúll lengi á eftir.