Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Opnuðu kaffihús fyrir eldri borgara bæjarins

Handskrifaðir matseðlar, gestabók og heimalagað bakkelsi var meðal þess sem ungmenni á Blönduósi töfruðu fram í matsal Húnaskóla þegar þau opnuðu skyndikaffihús fyrir eldri borgara bæjarins.Viðburðurinn var hluti af sumardagskrá frístundar í bænum. Hver og einn fékk sitt hlutverk á viðeigandi stöð, allt frá því að baka vöfflur yfir í að bera kræsingarnar fram.Gestum var þjónað til boðs og þeim færðir handskrifaðir matseðlar. Þau gátu svo kvittað fyrir komuna í gestabók staðarins. Fjöldi gesta skipti tugum og nýja kaffihúsið fékk toppeinkunn.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta