Kajakræðari var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að hafa farið út í Elliðavatn í kvöld.Samkvæmt Pálma Hlöðverssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, barst tilkynning rétt fyrir klukkan 11 um tvo kajakræðara sem lent höfðu í hremmingum á vatninu. Þeir komust að endingu í land af sjálfsdáðum. Annar þeirra hafði þá lent í vatninu og var blautur og kaldur eftir hrakningarnar.Horft yfir Elliðavatn.RUV