Skiptar skoðanir um 200 gesta sveitahótel
Fyrirhuguð hóteluppbygging í landi Fells í Bláskógabyggð, á mótum Bræðratunguvegar og Biskupstungnabrautar, vekur blendin viðbrögð. Sveitarstjóri segir fáa aðra atvinnumöguleika í boði.Svæðið er rúmir 16 hektarar og hefur verið óbyggt. Að verkefninu standa íslenskir fjárfestar og landið mun fá nýtt nafn - Engjaholt. Þar á að reisa hótel fyrir 200 gesti, 100 smáhýsi, baðlaugar og á annan tug annarra bygginga, ef áætlanir ganga eftir.„Þetta er heilmikil uppbygging, þetta er fjölsótt ferðamannasvæði þannig að það er kannski eðlilegt að einhverjir fái þá hugmynd að reyna að byggja upp þjónustu við þá, að þeir fari ekki allir hér í gegn án þess að stoppa,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri í Bláskógabyggð. SEGJA AÐ VEGAKERFIÐ ÞOLI VIÐBÓTINA ILLA Verið er að safna undirskriftum gegn þess