Hvergerðingar gátu spælt egg á húddinu á svörtum bíl í steikjandi hitanum í dag.Veðurspár gera ráð fyrir hægviðri og björtu veðri með hita á bilinu 17 til 28 stig, mest á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. Svipuðu veðri er spáð á morgun.Nóg er að gera í sundlaugum landsins og fólk flykkist á útivistarsvæði og útisvæði á veitingastöðum.Svartir bílar hitna sérstaklega mikið í beinu sólarljósi og hraðar en bílar í öðrum lit. Hitinn í Hveragerði fór yfir 20 stig í dag og húddið hefur náð að minnsta kosti 54 gráðu hita til þess að spæla eggið.Einar Örn Konráðsson og Jórunn Dögg Steinsdóttir deildu myndbandinu af matseldinni, en það var tekið um klukkan 15:30 í dag.