Það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að hitabylgja ríður nú yfir landið og er stemningin hjá þeim borgarbúum sem mbl.is ræddi við samkvæmt því. Fólk streymir í sundlaugar þar sem laugarverðir eru í viðbragðsstöðu, líkt og íssalar sem gæta þess að vel sé fyllt á allar ísvélar fyrir daginn.