Hátt í 100 hafa verið drepin í árásum Ísraelshers á Gaza síðasta sólarhringinn. Herinn segir að bilun í tæknibúnaði hafi valdið því að fólk sem stóð í röð eftir vatni var drepið í loftárás í morgun. Við vörum við myndskeiðinu hér fyrir neðan.Minnst sex börn voru á meðal þeirra tíu sem voru drepin í drónaárás Ísraelshers í morgun. Fólkið beið í röð eftir því að ná í vatn í brúsa.Í yfirlýsingu segir herinn að bilun í tæknibúnaði hafi valdið því að loftárásin missti marks og segist harma hvern þann skaða sem almennir borgarar kunni að hafa beðið.Það eru fleiri sem snúa aldrei aftur heim. Síðustu vikur hafa hundruð Gaza-búa verið drepin við að sækja sér neyðaraðstoð. Í gær var skotið á fólk nærri Khan Younis.Mohammed Zytounieh var þar ásamt bróður sínum. „Bróðir minn var skotinn í höfuðið og h