Það var hellirigning þegar ég gekk að höfninni við Hörpu og vindgnauðið í möstrum bátanna sem lágu við bryggjuna var stöðugt, líkt hljóðinu sem við heyrum þegar línan í fánastöngum slæst við stöngina í roki. Bátarnir við höfnina voru flestir á hreyfingu því rokið var talsvert og þegar litlar öldurnar í höfninni skullu á þeim hljómuðu þeir eins og smellir...