Hátt yfir Neskaupstað á fjallsbrún við Drangagil glittir í vinnubúðirnar og þangað ætlum við. Stígur hefur myndast enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem framkvæmdir eru hátt í fjallinu. Mennirnir arka upp á hverjum morgni fram hjá skóginum sem snjóflóð felldi fyrir rúmum tveimur árum.Þegar upp er komið sjáum við neðstu girðingarnar og Litáana að störfum. Þeir hlaupa nánast með tvö hundruð kílóa loftpressu um brattar hlíðarnar. Í vinnubúðunum hittum við Tomas verkstjóra.„Vinnudagur okkar hefst yfirleitt klukkan átta og við vinnum í um tíu klukkustundir á dag en ef veður er gott vinnum við lengur. Þegar veðrið er vont og ómögulegt að vinna þá slökum við á og komum svo aftur upp í fjallið,“ segir Tomas Bugys, verkstjóri Köfunarþjónustunnar.Harðjaxlar frá Litáen hafa í á annan áratug séð um a