Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Mikilvægt að bólusetja til að mislingar nái ekki fótfestu hér

Mikilvægt er að tryggja fólk hætti ekki að bólusetja sig eða börn sín gegn mislingum. Þannig megi koma í veg fyrir útbreiðslu, berist smit hingað til lands.Þetta segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir.Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem getur valdið hita, bólgnum eitlum, sviða í augum og útbrotum um líkamann.Rúmlega 127 þúsund tilfelli voru staðfest í Evrópu í fyrra, samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Það er tvöföldun frá árinu áður og fleiri smit hafa ekki verið skráð í álfunni síðan 1997.Á heimsvísu er útbreiðslan mest í Rúmeníu, Pakistan, Indlandi, Taílandi, Indónesíu og Nígeríu - en einnig hefur borið á útbreiðslu mislinga til að mynda í Frakklandi, Þýskalandi, á Ítalíu og Spáni. TVÖ TILFELLI Á ÍSLANDI Í ÁR Tvö tilfelli greindust á Íslandi á síðas

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta