Mikilvægt að bólusetja til að mislingar nái ekki fótfestu hér
Mikilvægt er að tryggja fólk hætti ekki að bólusetja sig eða börn sín gegn mislingum. Þannig megi koma í veg fyrir útbreiðslu, berist smit hingað til lands.Þetta segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir.Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem getur valdið hita, bólgnum eitlum, sviða í augum og útbrotum um líkamann.Rúmlega 127 þúsund tilfelli voru staðfest í Evrópu í fyrra, samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Það er tvöföldun frá árinu áður og fleiri smit hafa ekki verið skráð í álfunni síðan 1997.Á heimsvísu er útbreiðslan mest í Rúmeníu, Pakistan, Indlandi, Taílandi, Indónesíu og Nígeríu - en einnig hefur borið á útbreiðslu mislinga til að mynda í Frakklandi, Þýskalandi, á Ítalíu og Spáni. TVÖ TILFELLI Á ÍSLANDI Í ÁR Tvö tilfelli greindust á Íslandi á síðas